Bryndís Þorsteinsdóttir

Á hvaða ári ertu? Ég er á öðru ári.

Hvaða fag hefur vakið mestan áhuga hingað til? Skyn og Hugfræði, einnig Greining og mótun hegðunar.

Er sálfræðinámið eins og þú bjóst við að það væri? Nei, alls ekki. Ég vissi í raun ekki hvað ég var að koma mér út í. Í menntaskóla hafði ég heyrt að sálfræðinám væri mjög þungt og leiðinlegt, en ég tók enga sálfræðikúrsa í menntaskóla. Eftir að hafa flakkað á milli deilda í háskólanum, óviss um hvað mig langaði að læra, þá endaði ég í sálfræðinni. Ég er svo ánægð með að hafa villst þangað! Sálfærðinámið við Háskóla Íslands er svo fjölbreytt og skemmtilegt. Ég er loksins komin á rétta hillu!

Hvað stendur upp úr? Lífeðlisleg sálfræði og Skyn og hugfræði standa upp úr, en ég hef einnig mikinn áhuga á atferlisgreiningu.

Hvert stefnir þú? Ég hef ekki gert upp hug minn hvert ég stefni innan sálfræðinnar, en ég hef verið að velta fyrir mér að fara í klínískt nám eða eitthvað sem tengist atferlisgreiningu. Það er svo erfitt að velja, svo margt áhugavert í boði!