Hræðilegu Hollráð Sigmundar Karls

Sæl öll, ég heiti Sigmundur Karl Friðriksson og er nemandi á öðru ári við sálfræði braut. Hér hef ég lært um alls konar fóbíur og sálræna kvilla og vil endilega deila með ykkur nokkrum ráðum. Svo ég fékk ykkur til þess að senda mér spurningar um ýmis sálræn vandamál og hér eru síðan svörin: 

Ég verð rosalega kvíðinn þegar ég er í kringum fólk. Hvað get ég gert?

Það er ekki skrítið. Fólk er hræðilegt. Ég myndi forðast það eins og þú getur. 

Strákarnir í vinnunni eru að fá meira borgað en við stelpurnar. Hvernig fæ ég betur borgað? 

Þú ert líklega bara með reðuröfund. Það er því miður engin lækning. 

Makinn minn hefur verið rosalega fjarlægur og pirraður nýlega. Hvað get ég gert? 

Það var örugglega eitthvað sem þú gerðir. Ég myndi fara yfir allt sem þú hefur gert nýlega sem gæti hafa farið í taugarnar á makanum þínum og breyttu hegðun þinni án þess að segja honum. Það er mjög mikilvægt að þú spyrð ekki hvað þú gerðir því þá verður hann bara reiðari. Þú ættir líklegast að vita hvað þú gerðir. 

Ég er hræddur við lyftur. Hvernig get ég sigrast á óttanum? 

Ahh, já. Lyftur. Algjörar dauðagildrur. Ég festist einu sinni í lyftu í sex klukkutíma. Lyftur eru eitthvað annað. Núna tek ég alltaf stigan og er kominn í miklu betra form. Stigar eru geggjaðir. Fyrirgefðu… hver var spurningin? 

Nýlega missti ég vinnuna mina sem blaðamaður. Síðan þess hef ég ekkert fyrir stafni og það er alveg að fara með mig. Ég fæ enga aðra vinnu. Hvað get ég gert? 

Lærðu bara að forrita. LOL. 

Ég get ekki hætt að hugsa neikvæðar hugsanir um sjálfan mig. Það er orðið svo slæmt að ég get varla einbeitt mér lengur. 

Það er mjög mikilvægt að þú skilur að þú ert hugsanirnar þínar og þú verður að hugsa þig út úr vandanum. Einnig ef þú ert að hugsa neikvæðar hugsanir um sjálfan þig þá þýðir það líklega að þú ert slæm manneskja. 

Foreldrar mínir leyfa mér ekki að vaka lengur en klukkan tíu á kvöldin. Hvað á ég að gera til þess að þau sýni mér smá traust og virðingu? 

Þú ert liklegast með Oedipusar heilkenni. Það sem þú vilt gera er að drepa pabba þinn og sofa hjá móðir þinni. Verði þér að góðu. 

*Þessi grein er skopstæling. Hún á ekki að koma í staðinn fyrir sálfræðilega ráðagjöf. Ef þú ert að upplifa sálfræðileg vandamál þá skaltu snúa þér til alvöru sálfræðings. 

Höfundur þessarar greinar er Egill Atlason, smellið hér til að fylgjast með honum.  

___English version___

Young Fred’s Horrible Psychological Advice 

Hi, my name is Young Fred and I’m a second year psychology student at the University of Iceland. I’ve been learning a lot about all sorts of phobias and psychosis, and I thought I’d share some of that knowledge with you. So, I asked you readers to send in your questions and here are the results.  

I get really anxious when I’m around people. What can I do? 

That makes sense. People are horrible. Just stay away from people all the time. 

The boys at my workplace are getting paid more than us girls. How do I get a pay rise? 

You probably just have penis envy. I’m afraid there’s no cure. 

My spouse has been really frustrated recently. What should I do? 

It was probably something you did. Go through everything you may have done to tick them off and make minor changes in your habits without telling your spouse. Don’t ask them what it was you did, it will only make them angrier. You should just know. 

I’m scared of elevators. How do I conquer my fear? 

Ah, yes. Elevators. The death tombs that go up and down. I once got stuck in one of those and it took them six hours to get me out. I almost died. Those are incredibly scary. I always take the stairs now and it’s really been helping me get in shape. Stairs are awesome. Sorry… what was the question? 

Recently I lost my job as a journalist. Since then I haven’t known what to do with myself, and I can’t find any other work. It‘s driving me nuts. What can I do? 

Just learn how to code. LOL. 

These past few weeks my head has been racing with negative thoughts. I can’t sleep and I can’t focus on anything. 

It is very important that you realize that you are your thoughts, and you should try to think your way out of the problem. Also, if you’re having negative thoughts about yourself, it probably means that you are a bad person. 

My stupid parent’s won’t let me stay up later than 10 PM. What can I do to get them to trust me more? 

What you’re actually dealing with is an Oedipus complex. What you’re going to want to do is kill your father and sleep with your mother. You’re welcome. 

*This article is entirely satirical and should not be used as psychological advice. If you’re experiencing mental health issues you should consult an actual medical professional. 

Egill Atlason is the author of this article, click here to follow up on his works.