Róshildur Arna Ólafsdóttir

Á hvaða ári ertu? Ég er á öðru ári

Hvaða fag hefur vakið mestan áhuga hingað til? Mér fannst almenna sálfræðin ekkert smá skemmtileg og áhugaverð, þar var snert á öllu sem við höfum lært hingað til og var sá áfangi sem virkilega vakti áhuga minn á náminu og sannfærði mig um að ég hefði valið mér rétt nám.

Er sálfræðinámið eins og þú bjóst við? Já og nei, mér finnst það ennþá meira krefjandi en ég bjóst við og eins finnst mér við vera að læra meira í lífeðlisfræði og skyn- og hugfræði en ég gerði mér grein fyrir að við myndum gera áður en ég byrjaði. Nú sé ég samt hvers vegna þeir eru kenndir og finnst frábært að fá svona mikla fræðslu á þessu sviði.

Hvert stefnir þú? Ég er ekki alveg búin að ákveða mig, klínísk sálfræði hefur alltaf heillað en það er líka margt annað sem mér finnst mjög spennandi eftir þá áfanga sem við höfum tekið hingað til. Ég ætla allavega að fara í master í einhverju eftir grunnnámið en það verður að koma í ljós þegar nær dregur í hverju það verður.