Létt og gott

Það er alltaf gaman að sjá og heyra hvað samnemendur eru að bralla samhliða náminu, enda er sálfræðin ansi fjölbreytt svið, sem teygir anga sína víða.

Ólöf Agnes er nemi á 3. Ári í sálfræði, hún gaf út nýtt blogg sem kallast Létt og gott á dögunum ásamt Instagram síðu þar sem hún deilir með okkur uppskriftum að hollum og góðum mat. Hún leggur áherslu það sem kallast whole food plant based diet og borðar þá helst hreinan mat frá náttúrunnar hendi, með sem minnstum viðbættum sykri. Ólöf trúir því að næringarrík fæða stuðli ekki aðeins að líkamlegri heilsu heldur er einnig mjög mikilvæg fyrir andlega heilsu. Við fengum að spurja hana nokkurra spurninga, en hún mun einnig deila með okkur uppskriftum að bökuðum hafragraut, tófu hræru, graskerssúpu og kanilsnúðum.

 

Um hvað er bloggið, hver er áherslan?

Markmiðið með blogginu er í rauninni að gera hollan mat eins aðgengilegan og hægt er, að sýna hversu ódýrt það getur verið að borða hollt og hversu auðvelt það er að útbúa hollan mat frá grunni. 

 

Hver var hvatinn til að byrja svona blogg?

Síðan ég byrjaði að læra meira um matargerð hefur mér fundist gaman að deila því sem ég hef lært, sérstaklega með vinum mínum en það var í rauninni ekki fyrr en kærastinn minn nefndi það og hvatti mig til þess að ég lét loksins verða að því að byrja bloggið. 

 

Að hverju hugar þú sérstaklega varðandi eigin heilsu og mataræði?

Ég hef alltaf stundað mikla hreyfingu, þegar ég hætti í fótboltanum byrjaði ég strax í ræktinni og hef ekki hætt síðan. Mér finnst fjölbreytni mikilvæg þegar kemur að hreyfingu, ég elska að lyfta til þess að styrkja líkamann en svo finnst mér bestu þolæfingarnar að fara í Zumba og Salsa. Eftir að ég las bókina Why We Sleep fyrir nokkrum árum lagði ég enn meiri áherslu á svefninn.

Þegar kemur að mataræði hugsa ég fyrst og fremst um það sem lífsstíl. Það ætti að hafa jafnvægi, engar öfgar og enga “megrun.” Ég geri mest allan mat frá grunni, bæði til þess að fá sem bestu næringuna úr því sem ég borða og til þess að sniðganga viðbættu efnin og sykurinn sem er í flestum unnum vörum. 

 

Her eru þín ráð til fólks sem nennir ekki að eyða miklum tíma í eldhúsinu en vill borða sem hollast og minnst unnið?

Ég mæli eindregið með því að gera “meal prep”. Að elda skammt sem dugar í nokkrar máltíðir, sem hægt er að geyma í ísskáp í nokkra daga. Það sparar tíma og er á endanum ódýrara. Ég skipulegg búðarferðirnar mínar vanalega, ákveð hvað ég ætla að kaupa fyrir næstu máltíðir, þannig er ég alltaf með hollan mat í kringum mig sem ég get unnið með. Þegar ég skipulegg máltíðir fram í tímann minnka líka líkur á því að ég grípi eitthvað óhollara í hugsanaleysi. 

 

En til námsmanna sem elska að borða næs mat en hafa ekki tök á að kaupa dýrt hráefni?

Það sem er nefnilega snilldin við það að borða hollan og “heilan” mat er að óunninn matur er að öllu jafnan ódýrari. Það er svo auðvelt að gera góðan karrýrétt með bara baunum í dós, rótargrænmeti og kókosmjólk í dós… allt ótrúlega ódýr hráefni en gera yndislegan rétt sem dugar í nokkrar máltíðir. Mér finnst líka mikilvægt að eiga nóg af höfrum, hnetum og fræjum til þess að geta alltaf skellt í hollan og góðan morgunmat. Ég líka alltaf nóg af hnetusmjöri, ég þarf ekki mikið af því í einu og þannig endist það lengi. Fólk gleymir því oft að það er hægt að fá öll næringarefnin sem maður þarf úr plönturíkinu og það er líka oftast ódýrara. 

 

Hvernig finnst þér best að nærast fyrir strembinn lærdómsdag?

Ég byrja alla daga á góðum hafragraut og hann er alltaf mismunandi eftir dögum en hentusmjörið fylgir nánast alltaf. Mér finnst bara svo frábært að byrja daginn á graut því hann gefur svo jafna orku. Eftir hádegisæfinguna vil ég helst geta fengið mér smoothie, ég reyni einnig að hafa hann breytilegan en þessa dagana hef ég mikið verið að vinna með banana, ber, mangó, nóg af spínati, döðlu og smá próteinduft… svo toppa ég oft með smá hnetusmjöri. Seinni partinn fæ ég mér alltaf epli eða annan ávöxt en í kvöldmat á erfiðum lærdómsdegi er heitur og góður karrýréttur og hrísgrjón málið, sérstaklega á köldum dögum. 

 

Er eitthvað go-to nesti sem þú mælir með að allir námsmenn ættu að hafa með sér inn í daginn? (þegar skólinn opnar aftur)

Mér finnst ótrúlega gott að gera overnight oats eða chia graut til að hafa í hádegismat í skólanum. Þegar ég elda á kvöldin geri ég alltaf stærri skammt til þess að eiga í fleiri máltíðir næstu daga og tek oftast afganga með mér í skólann sem ég get hitað upp. 

 

Hvað varst þú með í matinn þessi jól?

Léttan mat, fyrst og fremst. Á aðfangadagskvöld var ég með vegan Wellington steik og sveppasósu með, meðlætið var bakaður kálhaus eins og mamma gerir alltaf. Ég hafði aldrei gert Waldorf salat áður en mér finnst það æðislegt svo ég gerði vegan útgáfu af því. Það var alltaf ís í eftirrétt á mínu heimili í gamla daga og ég ákvað að halda í þá hefð en með aðeins hollari hætti og búa til nicecream en það er í rauninni ís úr frosnum bönunum. 

 

Hér getið þið kíkt á uppskriftir að nokkrum vel völdum máltíðum, en fleiri gómsæta rétti getið þið nálgast á blogginu.

 

Vanillu og bláberja bakaður hafragrautur

 

Tofu scramble

 

Graskerssúpa

 

Kanilsnúðar

 

Fleiri uppskriftir getið þið svo fundið á blogginu sjálfu.