Ljóð um prófkvíða

eftir Freydís Þóru Þorsteinsdóttir

Þu komst inn að næturlagi og forst að segja mer sögur
Sögur af framtíðinni
Sögur sem hræddu mig
Sögur af fortíðinni
Sögur sem hræddu mig
Sögur af nútíðinni
Sögur sem hræddu mig
Þú vildir ekki fara
Hélst bara áfram
Þangað til ég loksins gat sofnað

Þú komst inn til mín í svefni og fórst að búa til myndir
Myndir af atburðum
Myndir sem hræddu mig
Myndir af fólki
Myndir sem hræddu mig
Myndir af heiminum
Myndir sem hræddu mig
Hræddu mig svo mikið
Ég náði ekki andanum
Þá vaknaði ég