Meistaranám í mannauðsstjórnun, vinnusálfræði og markaðsfræði

Viltu ná forskoti?

Kæru samnemendur!

Þann 30. mars næstkomandi er kynningarfundur haldinn í HR á meistaranámi tengt sálfræði. Viðskiptadeild HR býður upp á meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði, og markaðsfræði. Stór hluti nemenda í báðum þessum námsbrautum eru með BSc-gráðu í sálfræði.

Ef þú hefur áhuga á að fara á fundinn og kynna þér málið nánar, skráir þú þig með því að senda tölvupóst á netfangið vd@hr.is. Sjá nánar á meðfylgjandi mynd!