Stjórn Animu 2021-22

Gleðilegt nýtt ár! Við í Animu erum svo ótrúlega spennt að takast á við þessa önn með ykkur öllum en Covid hefur sett örlítið strik í reikninginn í sambandi við viðburðahald. En þá er kannski tilvalið að kynnast þeim í gegnum viðtöl og það er einmitt það sem við ákváðum að gera. Og takk Óskar fyrir að gera frábær edit af okkur öllum í stjórninni.

Ragnhildur Katla Jónsdóttir (Hún)

Forseti / 2. ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?

Þykir vænt um fólk

Lýstu þér í þremur orðum

Klaufsk, jákvæð, kraftmikil

Uppáhaldskennari?

Ábyggilega lífefnafræði kennarinn minn í menntó…. Annars Andri

kannski eða Heiða

Freud, hot or not?

Áhugaverður einstaklingur

Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?

Komdu á vísó

Ragnhildur

Óskar Le Qui Khuu Júlíusson (Hann)

Varaforseti / 1. ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Markmiðið mitt er að hjálpa öðrum með minni bestu getu. Andleg vellíðan er gríðalega mikilvæg. Svo það er eins gott að ég geti gert eitthvað með þessa gráðu.
Lýstu þér í þremur orðum
Góður, betri & bestur
Uppáhaldskennari?
Urður
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Lífið er stutt, dauðinn þess borgun. Drekkum í kveld, iðrumst á morgun. – Einar Benediktsson

Sindri Daníelsson (Hann)

Meðstjórn / 1. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Ég lét hann beint í vasann maður á aldrei nóg😅
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Ég er með brennandi áhuga á sálfræðinni og um leið og ég lærði hvað sálfræði var þá klikkaði allt nokkurn veginn saman og ég vissi hvað ég vildi.
Lýstu þér í þremur orðum
Sultu slakur strákur
Uppáhaldskennari?
Andri!
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Sækið um í stjórn animu við næsta tækifæri er þið hafið jafnvel minnsta áhuga á því! Mæli eindregið með

Ebba (Hún)

Meðstjórn / 1. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Bland í poka
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Tók einn áfanga í MR í sálfræði og langaði að læra meira:)
Lýstu þér í þremur orðum
Bjáni, workaholic, svöng
Uppáhaldskennari?
Heiða María
Freud, hot or not?
Hot

Finnbogi Jónsson (Hann)

Vefstjóri / 3. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Fór til tóta og keypti mér hambó og skrúdræver
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Erfið spurning. Mikil sálræn vandamál hjá tilteknum fjölskyldumeðlimum og vilji til að skilja þá betur. Auðvitað viljinn til að hjálpa fólki líka.
Lýstu þér í þremur orðum
hávær prílandi hundapabbi
Uppáhaldskennari?
DANNI
Freud, hot or not?
V hot

Kjartan „King geitin sjálf“ Fannberg Bjarnason (Hann)

Gjaldkeri / 2. ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Ég var ekki viss hvað ég vildi læra, hafði áhuga á Sálfræði og vildi opna eins margar dyr
Lýstu þér í þremur orðum
Fallegur, góður, piltur
Uppáhaldskennari?
Zuilma
Freud, hot or not?
Hot
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Ég er ekki píanóleikari

Ísak Jónsson Píanóleikari (Hann)

Skemmtanastjóri / 2. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Mini Buuuurgir og Mojjjjitíttó
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Elska ómarktækni
Lýstu þér í þremur orðum
Píanóleikari, brosmildur, hulk season
Uppáhaldskennari?
Heiða María
Freud, hot or not?
Hotty
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Dark mode á animu síðuna

Jóna Jenný (Hún)

Skemmtó / 1. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Gerði stór innkaup í blush
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Mig langar að verða kynfræðingur
Lýstu þér í þremur orðum
Skemmtileg, sterk, hávær
Uppáhaldskennari?
Urður
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Allir að koma á Vísó!

Sigurbjörg Ósk Klörudóttir (Hún)

Skemmtó / 2. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
keypti mér sálfræðiþjónustu
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
fjölskyldan mín
Lýstu þér í þremur orðum
skemmtileg, hávær og tillitssöm
Freud, hot or not?
not
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
allir að koma á vísó

Þórdís Lind Þórsdóttir (Hún)

Skemmtó / 1. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Fékk mér fleiri húðflúr og keypti mér ársbirgðir snickers ís🤤
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Hef mikinn áhuga á mannsheilanum og hegðun fólks yfir höfuð. Sálfræðin var einhvern veginn allt sem ég hef áhuga á og kemur inn á svo mörg svið!
Lýstu þér í þremur orðum
Hrakfallabálkur, ævintýragjörn og nikótín/redbull fíkill
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Pain is temporary, swag is forever my friends❤️

María „Mæja“ Agnesardóttir (Hún)

Skemmtó / 2. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Já.. nei Ég keypti svartan og hvítan zebrahest
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Hef áhuga á andlegri heilsu
Lýstu þér í þremur orðum
Peppari, ljúf og söngfugl
Freud, hot or not?
Not
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Ég elska bjór

Hanna Tara Pálmadóttir (Hún)

Hagsmunafulltrúi / 2. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Gaf til góðgerðamála…….. og keypti mér síðan skó
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Svo ég þyrfti ekki að borga fyrir sálfræði tíma í framtíðinni, kíki bara í glósurnar núna 😃
Lýstu þér í þremur orðum
Skemmtileg, skemmtilegri, skemmtilegust
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
A Freudian slip is when you say one thing and mean your mother.

Arnar Logi Oddsson (Hann)

Forseti myndbandanefndar / 2. ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Sálfræði var uppáhalds greinin mín í menntaskóla og gæti vel séð fyrir mér að vinna við það að aðstoða fólk að feta sig áfram að heilbrigðara lífi í náinni framtíð.
Lýstu þér í þremur orðum
Athyglissjúkur, gleyminn, dreyminn
Hver er uppáhalds liturinn þinn?
Ísak Jónsson
Uppáhaldskennari?
Þór lífeðlisfræðikennari
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
live, laugh, love. hahaha ha… . …<3<3 !! muna !! að huga —— að SJÁLFUM sér <3 <3 <3

Víðir Gunnarsson (Hann)

Myndbandanefnd / 1. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Setti ananas á pizzu
Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Langaði svo mikið að komast í stjórn animu
Lýstu þér í þremur orðum
Ljóshærður, hávaxinn, myndbandsnefnd
Freud, hot or not?
Perri
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Allir að skrá sig í animu

Bryndís Lára (Hún)

Myndbandanefnd / 2.ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Alltof mikið trúnó á djamminu, nei djók fannst bara gaman að tala við fólk og reyna að skilja það
Lýstu þér í þremur orðum
Tala mjög mikið
Uppáhaldskennari?
Heiða María allan daginn
Freud, hot or not?
Daddy

Þórhildur „Tóta“ Katrín Baldursdóttir (Hún)

Myndbandanefnd / 3. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
setti inn a sparnaðarreikning #responsibleyoungadult
Lýstu þér í þremur orðum
kurteis, glöð, píanóleikari
Hver er uppáhalds liturinn þinn?
hmmmm blár? eða gulur? eða bleikur? æ bara allir litirnir
Uppáhaldskennari?
Ragna í félags
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
píanóleikari hehehehehe

Elín Ylfa (Hún)

Ljósmyndari / 2. ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Datt ekkert betra í hug
Lýstu þér í þremur orðum
Eftirminnileg
Hver er uppáhalds liturinn þinn?
Barbie bleikur
Uppáhaldskennari?
Dr. Danni
Freud, hot or not?
Not

Sigrún „Rúna“ (Hún)

Ljósmyndari / 2. ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
sálfræði er ferköntuð og raunveruleg eins og jarðfræði og líffræði en fjallar samt ekki um eitthvað boring eins og grjót og frumur (nema bara smá) og mér fannst það sniðugt
Lýstu þér í þremur orðum
vellauðug, ódauðleg, milf
Uppáhaldskennari?
HEIÐA MARÍA en þeir eru flestallir æði
Freud, hot or not?
OJ OJ OJ OJ OJ OOOOOJJJJJ hann var samt mikilvægur eða eitthvað

Sunneva Líf Albertsdóttir (Hún)

Ritstjóri Sálu / 4.ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Ég var að vinna sem stuðningsfulltrúi og langaði að verða skólasálfræðingur
Lýstu þér í þremur orðum
Veik fyrir nammi
Uppáhaldskennari?
Erfitt val, sakna tíma hjá Þóri Eysteins, hann segir svo góðar sögur.
Freud, hot or not?
Krútt
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Takk fyrir að lesa Sálu! Love you <3

Dagur Fróði Kristjánsson (Hann)

Ritnefnd / 1. ári

Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?
Keypti mér kú
Lýstu þér í þremur orðum
Fátækur, Námsmaður, Manneskja
Hver er uppáhalds liturinn þinn?
Það er leyndarmál
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Fyrir þá sem eru að leita er svarið 42

Laufey Ósk „Lauf“ (Hán)

Ritnefnd / 2. ári

Hvað fékk þig til að byrja í sálfræði?
Hef verið sálrænn ráðgjafi fyrir fjölskyldu og vini í mörg ár og vil geta sent þeim reikning fyrir þjónustu minni
Lýstu þér í þremur orðum
Er. ekki. gott. í. að. telja.
Eitthvað sem þú vilt mjög mikið segja í lokin?
Takk kærlega fyrir að lesa fyrstu greinina sem ég skrifa í Sálu. Vissir þú að það er hægt að senda okkur greinar og allt mögulegt annað sem við værum alveg til í að birta? Endilega tékkaðu á því :))