Video killed the radio star

Ásvaldur Sigmar Guðmundsson, Formaður Myndbandanefnd Animu 2018/19

Ég mæli svo hiklaust með því að sækja um í myndbandanefnd. Ærandi hikleysi.
Sjálfur gerði ég það vegna þess að ég hef gaman af því að gera myndbönd, sérstaklega eins og þau sem myndbandanefnd Animu sér um.

Svo ræður maður mjög miklu um hvað það er sem myndbandanefnd gerir.
Taktu upp árshátíðarmyndband og sýndu það í fermingu frænda þíns.
Skrítið, en fyndið.
Taktu upp fermingu frænda þíns og sýndu á árshátíð.
Bara skrítið.
Mátt það samt alveg.

Við í fráfarandi myndbandanefnd sýndum allavega okkar árshátíðarmyndband bara á árshátíðinni, hentum í eitt stykki nýnemadagsmyndband og eitthvað skrítið inn á milli til að peppa góða viðburði. Það virkaði mjög vel. Svo var líka bara ótrúlega gaman að vera í stjórn með fullt af frábæru fólki sem öll unnu að því að gera félagslífið í Animu eins gott og það er.