Dóra Sóldís

Á hvaða ári ertu? Er á fyrsta ári : ))

Hvað fag hefur vakið mestan áhuga hingað til? Mér finnst skemmtilegast í lífeðlisfræðilegri sálfræði og allt tengt því mjög áhugavert.

Er sálfræðinámið eins og þú bjóst við að það væri? Já að flestu leyti. Kom mér reyndar skemmtilega á óvart hvað það er mikil líffræði í sálfræði.

Hvað stendur upp úr? Þegar ég áttaði mig á því hvað sálfræði er fjölbreytilegt fag og svo má nú ekki sleppa mastersnemanum sem heldur í hurðina fyrir Gabrielu.

Hvert stefnir þú? Finnst mjög margt áhugavert, en það sem er á top 3 listanum mínum núna er Klínísk sálfræði, Taugasálfræði og Heilsusálfræði.