Hacker(wo)man Animu

Elísabet Huld Þorbergsdóttir, Vefstýra Animu 2018/19

Ég var ekki lengi að hugsa mig um það að bjóða mig fram í stjórn þegar ég heyrði að það vantaði enn að fylla eitt embættið. Að vísu var það embætti sem ég hafði ekki heyrt mikið um og var örlítið hrædd um að ég myndi ekki standa mig vel í því. En eftir einungis 5 mínútur af vangaveltum þá ákvað ég að bjóða mig fram sem vefstýru og ég sé svo sannarlega ekki eftir því! Ég hélt fyrst að ég þyrfti að vera ógeðslega flink á tækni og tölvur og kunna að photoshoppa og hvaðanúeina sem vefstýra, en svo var ekki.

Sem vefstýra þá sé ég um að stofna allar vísóskráningar og passa að allir meðlimir Animu hafi aðgang að heimasíðunni okkar. Einnig sé ég um facebook síðu okkar og Animu Pepp og sé til þess að allir póstar þar séu upplífgandi og skemmtilegir svo fólk sýni enn meiri áhuga og sjái hvað það er ótrúlega gaman í Animu!

Anima er í samstarfi með nemendafélaginu Nörd, en þau hjálpa okkur við forritun á heimasíðunni okkar og sjá um að allar helstu upplýsingar um stjórn og afslætti séu þar inni.

Þrátt fyrir það að mitt opinbera stjórnarheiti er vefstýra þá er ég, og flestir aðrir stjórnarmeðlimir, mikið með puttana bara í öllu saman, við erum ógeðslega dugleg að hjálpast að. Við erum eins og ein stór fjölskylda <3

Fyndasta minningin mín hlýtur að vera þegar ég svaf yfir mig og náði ekki að stofna vísóskráningu í tæka tíð og við lugum að Animulingum að tæknilegir örðuleikar væru að eiga sér stað.