10 leiðir til að lifa af vísindaferð

Höfundur: Theodora Listalín Þrastardóttir

1.Borðaðu áður en þú byrjar á fyrsta bjórnum.
Samkvæmt Þóri lífeðlisfræðikennara þá fáum við ekki ákveðin næringarefni úr mat ef við neytum áfengi áður en við borðum, þannig gjörðu svo vel – prófspurning.

2. Bjór:Vatn – 1:1.
Hljómar kannski smá leiðinlega fyrst en vá hvað það breytir miklu þegar líður á kvöldið, þú munt þakka sjálfum þér seinna.

3. Vertu búin að læra/lesa allt það sem þú ætlaðir þér fyrir daginn.
Það lærir enginn milli 5-9 á föstudagskvöldi, sama hversu upptekinn hann/hún/hán er, vertu bara búin að því fyrr, þar að auki getiru slakað á í þynnku á laugardeginum með engar áhyggjur.

4. Splæstu í tyggjó.
Segir sig sjálft.

5. Vertu í þægilegum skóm.
Vísindaferðir geta verið eitt af skemmtilegustu viðburðunum í háskólanum, en yfirleitt eru þetta lengstu djömminn þannig vertu viðbúin.

6. Mundu að networka.
Fyrirtækin eru að leita af framtíðarstafskröftum í vísindaferðum, það eru dæmi um sálfræðinema sem hafa fengið framtíðarstarf með því að sjarma yfirmenn í vísindaferðum með þekkingu sinni af bankaviðskiptum, hæfileika til að forrita eða bara að vera skemmtileg og áhugasöm.

7. Hafðu target fyrir kvöldið.
Það er skemmtilegt að vera með misson fyrir kvöldið, að vita að maður ætlar í sleik við einhvern í lok kvöldsins er miklu skemmtilegra heldur en ekki og enn meiri ástæða til að fá sér annan bjór til að hamla þessi hamlandi taugaboð ath. í hófi.

8. Drekktu vatn.
Sjá punkt nr. 2.

9. Vertu í góðum félagsskap.
Vísindaferðir eru í afslappaðri kantinum, þá er frábært að kynnast nýjum vinum og stofna til leshóp til að komast í gegnum almennuna saman.

10. Mundu að slaka á og skemmta þér.
Það skiptir ekki máli hvort þú sért á bjór númer 7 eða edrú á bíl, hvort þú sért að rústa Skyn og hugfræði B eða hvort þú sért að taka tölfræði I í þriðja skiptið. Mundu bara að njóta, kynnast fólki, hlægja og skemmta þér. Þú lærir bara á sunnudaginn ef þú ert ekki ennþá þunn.