Pétur Örn Jónsson, Varaformaður Animu 2018/19
Ég sótti um sem varaformaður Animu því ég hef mjög gaman að kynnast fólki og stússast í skemmtilegum verkefnum. Ég hef svo sannarlega fengið að gera það og ég myndi segja að það vera í Animu hafi ábyggilega verið það skemmtilegast sem ég gerði í BS náminu mínu.
Varaformaður sér um að skrá niður fundargerðir og tekur að sér allskonar verkefni. Þar sem það eru fá tiltekin verkefni sem varaformaður ber ábyrgð á hefur hann mikið frelsi en því fylgir að sjálfsögðu sú ábyrgð að reyna að taka að sér ýmis verkefni sem koma upp. Hann er hægri hönd og andlegur stuðningur formanns og stígur inn ef formaður er fjarverandi.
Það tekur að sjálfsögðu einhvern tíma úr vikunni að vera í stjórn en það er tími sem maður væri hvort eð er líklast ekki að læra svo ég mæli eindregið með að sækja um þó maður hafi mikið að gera.
Ég vil þakka öllum stjórnarmiðlimum fyrir ótrúlega skemmtilegt samstarf á liðnu ári og öllum öðrum Animulingum sem ég fékk að kynnast á skemmtunum Animu!
Fyndnasta minningin: Þegar Anima fékk að verða vitni að því þegar Austur lokaði.