Nú hefur hönnunarkeppnin farið af stað!
Hönnunarkeppnin gefur nemendum tækifæri til þess að hanna það merki sem fer á skólapeysur Animu fyrir árið 2024-2025.
Hönnunin getur verið eins frjálsleg og þið viljið svo lengi sem hún tengist sálfræði á einhvern hátt og sé í einum lit!
Hönnunin fer bæði á bak peysunnar og í minni gerð á bringuna, hægt er að hafa mismunandi hannanir sem fara á sitthvoran staðinn svo lengi sem þær eru tengdar.
Nemandinn sem vinnur fær ekki aðeins að hafa sína hönnun á skólapeysunni, fær hann sína peysu í boði Sálu og Animu og fær glæsilegann vinning fyrir (kemur í ljós seinna).
Þegar að umsóknarfresturinn er runnin út fara allar hannanir inn á instagram síðu Sálu @sala.timarit og geta nemendur kosið um sitt uppáhalds framlag með því að “like-a” hönnunina sem þeim finnst flottust!
Til þess að senda þína hönnun inn skaltu senda hana í emaili á Hönnu ritsjóra á netfangið hor9@hi.is
Þið hafið til 16. október, gangi ykkur vel!
Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að senda á okkur línu á @sala.timarit á instagram.