The Leading Lady

Agnes Ísold Stefánsdóttir, Formaður Animu 2018/19

Fyrir ári síðan var ég óbrotinn nýnemi sem hafði verið í meðstjórn og eftir smá pepp ákvað ég að bjóða mig fram sem formaður Animu. Ég hafði nokkuð mikla reynslu í slíkum störfum og taldi ég mig geta staðið mig vel í þessu starfi. Stundum þarf formaðurinn að vera vondi gæjinn og fannst mínum vinum ég vera fullkomin í það (er ekki ennþá viss hvort það sé hrós eða ekki). En fyrir utan það þá þarf góður formaður að vera góður leiðtogi, er tilbúinn að gefa af sér til félagslífsins og eignast lífstíðarvini.

Sem formaður Animu sé ég um samingagerð við fyrirtæki, yfirsjón yfir starfi félagsins og verkefnum, sit og boða fundi, og bara skemmti mér með minni yndislegu stjórn. Það fylgir mikil ábyrgð að vera formaður stórs nemendafélags, en þegar maður er með góða stjórn bakvið sig, þá verður þetta auðvelt og enn skemmtilegra. Þó þetta sé stundum örlítið tímafrekt þá hef ég aldrei séð eftir þessari reynslu- og lets be real here, þú værir bara hvort eð er bara að horfa á Netflix.

Fyndnasta minningin: allar glímurnar okkar Péturs, varaformanns- ég vann oftast, auðvitað.