Viðtal við Theodóru Listalín Þrastardóttir og Lárus Jón Thorarensen um reynslu þeirra í stjórn.
Hvað eruð þið að gera í stjórn?
Theo: Ég er gjaldkeri og mín ábyrgð felst í að sjá um rekstur og bókhald. Það er mikið aðhald. Líka almennt skipulag.
Lárus: Vefstjóri sér aðallega um að koma vísóskráningu inn á netið. Svo er það þessi litla vinna sem felst í því að síðan sé gangandi þegar kemur að vísóskráningu. Það er ekki eitthvað sem ég þarf að sjá um heldur er ég í samstarfi við nemendafélagið Nörd. Annars er ég aðallega bara að vinna með stjórninni.
Já þú gerir náttúrulega miklu meira heldur en að vera vefstjóri, er það ekki?
Lárus: Ég tók þá ákvörðun strax að ég væri ekki bara í því hlutverki að ýta á enter þegar það er vísóskráning og vera annars laus allra mála.
En fóruð þið beint í stjórn Animu þegar þið byrjuðuð í sálfræði?
Theo: Nei fyrsta árið fór ég ekki í neitt. Ég var samt mjög virk á Dale Carnegie námskeiðum, tók það með skóla og vinnu. Ég fór í skemmtinefnd á öðru ári og ári eftir það fór ég í aðalstjórn.
Lárus: Ég sá ógeðslega eftir því í fyrra, á síðasta skólaári að vera ekki í stjórninni. Vegna þess að ég kannaðist við svo marga en þekkti fólk kannski ekki. Svo sá maður að margir sem maður var farinn að þekkja voru í stjórninni og það myndaðist svo flott eining. Allir saman og geðveikur vinskapur. Ég þekkti mína 6 til 10 manns. Ég var öfundsjúkur yfir þessu. Mig langaði þá mikið að vera í stjórn. En næst hugsaði ég: fokk it og ákvað að ég myndi bjóða mig næst fram.
Hafðir þú upprunalega hugsað þér að verða vefstjóri?
Lárus: Ég ætlaði fyrst að bjóða mig fram til trúnaðarmanns. Ég var búinn að spá í því í tvo daga hvort ég ætti að senda inn umsókn. Þegar ég var að fara að senda umsóknina sá ég að Nína bauð sig líka fram. Ég kannaðist aðeins við Nínu úr Garðaskóla. Ég vissi að hún væri alveg kjörin í það. Ég ákvað bara að taka hitt starfið sem hentaði mér líka mjög vel.
En Theodora. Þú varst buin að vera í nefnd árið áður. Er meiri vinna að vera gjaldkeri heldur en í skemmtinefnd?
Theo: Já algjörlega. Þegar ég var í skemmtinefnd gat ég tekið tvo eða þrjá daga þar sem ég hugsaði ekki um Animu. Núna þegar ég er gjaldkeri hugsa ég um Animu á hverjum einasta degi og stundum á mjög óþægilegum tímum. Til dæmis var fólk að borga fyrir skíða ferðina þegar prófin voru í desember.
Það sleit mig svolítið frá náminu. Þá var bara mikilvægt að setja sér mörk og halda skipulagi. Ég þurfti til dæmis bara að vera ákveðin í því að kíkja á millifærslur. þegar ég var búin að læra visst mikið. Námið þurfti að ganga fyrir.
Þannig þú fannst gott jafnvægi milli þessara verkefna?
Theo: Það tók smá tíma en þetta kemur á endanum.
Lárus: Ég held líka að þessi staða sé rosalega þroskandi upp á skipulag, gjaldkerinn semsagt.
Hvað hafið þið lært af því að sinna ykkar embættum?
Lárus: Ég er frekar róleg týpa. Ég stekk venjulega ekki þegar ég sé einhverja úlfalda. En þar sem ég gerði þetta ekki í fyrra og sá eftir því ákvað ég að taka af skarið. Ég hefði líka getað farið í meðstjórn en gerði það ekki. Það sem ég lærði því mest er að ef þig langar að gera eitthvað þá skaltu bara skjóta. Ekki velja bara auðveldu leiðina. Kýldu bara á það.
Það sýndi sig líka best á árshátíðinni í ár hvað ég hef kynnst mörgum eftir að ég fór í stjórn. Ég hef tekið kærustuna mína með á seinustu tvær árshátíðir en á árshátiðinni núna gleymdi ég að kynna hana fyrir fólki sem ég hélt að hún þekkti. Það var vegna þess að ég hafði kynnst fjórfalt fleirum frá seinustu árshátið.
En hafa störfin í stjórninni ekki stolið miklum tíma frá náminu?
Lárus: Í rauninni ekkert mikið. Þetta er bara eins og hver önnur tómstund. Það tekur auðvitað allt einhvern tíma. Það sem tók aðallega tíma frá mér var að hanna plagatið fyrir árshátíðina af því að ég vildi gera það svo vel. En það var líka ógeðslega gaman. ‚Eg er samt ekkert að hlaupa úr tíma til þess að sinna einhverjum erindum fyrir stjórnina. Við erum með ákveðinn ramma og flestar ákvarðanir eru teknar á fundum sem eru á föstum tíma einu sinni í viku. Restin af samkiptum fer í gegnum facebook. Öll mín störf eru gerð gegnum tölvu. Það tekur mig bara 5 mín að hena inn vísóstatus og setja upp skráninguna.
Theo: Það mikilvæga er að maður lærir betur að stjórna sínum tíma ef maður er gjaldkeri. Það þarf að setja sér markmið og tímaramma fyrir verkefni. Ef maður þarf að gera uppgjör fyrir sálfræðileikana, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og vinna. Þá er nausðynlegt að forgangsraða og gefa sér tíma
Lárus: Eru nemendur ekki líka bara oft að slóra og horfa á netflix? Ef maður hefur þessa aukalegu ábyrgð að vera í nemendafélaginu er maður meira uppi í skóla að læra. Það er komin góð stemning í Odda. Svona sálfræðistemning. Ég hef verið meira í skólanum í ár heldur en fyrri tvö árin smanlagt.
Theo: Ef maður nennir ekki að lesa lengur getur maður tekið sér korters pásu og sent tölvupósta á sali eða haft samband við einhvern út af vísindaferð.
Getið þið leitað eftir hjálp frá öðrum í stjórninni ef ykkur þykir of mikið að gera?
Lárus: Alveg 100%!! Kvöldið áður en ég þurfti að prenta árshátíðarplaggatið var ég í tæknilegum vandræðum með photoshop. Þá hafði ég samband við Haffa og hann hjálpaði mér með þetta. Þannig er það í stjórninni. Við hjálpumst að. Við erum alltaf með einhver core verkefni en svo er ýmislegt tilfallandi sem við deilum okkar á milli.
Er eitthvað að lokum sem þið viljið segja við fólk sem er að hugsa um að fara í framboð?
Theo: Bjóddu þig fram þótt það sé líka einhver annar að fara að bjóða sig fram í sama embætti. Þú hefur engu að tapa og það koma alltaf ný tækifæri. Síðan ef þú ert kosinn í stjórn er það það besta sem getur komið fyrir. Geggjað á ferilskrána.
Lárus: Ef þú villt kynnast fleirum er geggjuð hugmynd að fara í stjórn. Sérstaklega ef þú þekkir fáa eða engann. Þarna kynnistu fólki.
Theo: Ekki væra hrædd um að bjóða þig fram þótt aðrir frambjóðendur séu ekki í þínum vinahópi. Það er mikilvægt að það komi nytt fólk inn með ferskar hugmyndir. Og það er eitt af því sem hefur styrkt stjórnina seinustu ár. Ólíkir vinahópar að sameinast.
Svo er alltaf hægt að taka framboðið til baka. Þannig að það er alveg eins hægt að bjóða sig fram ef maður er í vafa.