Bergþóra Þórsdóttir, Gjaldkeri Animu 2018/19
Ég er gjaldkeri Animu og hef því haldið þéttingsfast utan um peningaveski Animu síðasta árið. Það er mitt hlutverk að hafa yfirsýn yfir tekjur félagsins og skipuleggja kostnað viðburða fyrir skólaárið. Mesta ábyrgðin er því fólgin í að segja “stopp nú” þegar taumlaust hugmyndaflug stjórnarinnar verður einu númeri of villt fyrir peningabudduna.
Ég bauð mig fram sem gjaldkera því stúss í Excel veitir mér lúmska (eða ókei, bara nokkuð augljósa) ánægju. Á myndinni hér til hliðar var ég að öllum líkindum nýbúin að hamast í Excel og borga nokkra góða reikninga. Það kætir nefnilega mannverur. Svo hef ég fengið að brasa allskonar og látið skemmtilega hluti ganga upp með skemmtilegu fólki sem er svo frábært! Því mæli ég eindregið með að þú bjóðir þig fram sem gjaldkera Animu fyrir næsta skólár, þetta er gleði sem ég hefði ekki viljað missa af!
Skemmtilegasta minningin: allir huggulegu mánudagsfundirnir okkar í kjallaranum.