Sigurbjörg Björnsdóttir

Á hvaða ári ertu? 2. ári

Hvaða fag hefur vakið mestan áhuga hingað til? Skýringar á hegðun og ályktunartölfræði! Alveg satt.

Er sálfræðinámið eins og þú bjóst við að það væri? Já nokkurn veginn held ég. Kannski meiri aðferðafræði og áhersla á frekar mikið tæknileg atriði þar að lútandi, en það held ég sé jákvætt þegar upp er staðið.

Hvað stendur upp úr? Að hafa kynnst fullt af góðu fólki, þar með talið vini mínum Þorsteini Guðmundssyni.

Hvert stefnir þú? Ekki viss. Fullt spennandi, til dæmis umhverfissálfræði og heilsusálfræði og megindleg sálfræði.